Í Bjargakrók

IMG_0400

Í Bjargakrók

Stöðugar breytingar eru á aðstæðum í Bjargakrók.
Skjálfandafljótsós heldur áfram að færast nær fjallinu og sandeyrar myndast hér og þar m.a. er löng sandeyri til norðurs frá enda Rófutagls og önnur mun minni til suðurs.
Mikil sandeyri er nú frá klettunum út undir flös þannig að hægt er að ganga frá gatinu töluverðan spöl til austurs og horfa þannig á bjargið frá óvenjulegu sjónarhorni.
Sandurinn í Ágúlshelli hefur lítið breyst þannig að erfitt er að komast út úr hellinum þó að háfjara sé.
Ef horft er af Flösinni inn á Hellisvíkina má sjá að engan sand hefur borið þar inn og því ekki fært frá hellinum út í víkina.
Sjá má aðstæður nánar á meðfylgjandi myndum

Tags: ,