Archive by Author

Ísinn í Kaldakinn

Ársins 2011 verður ekki minnst fyrir veðurgæði. Sumarið byrjaði ekki fyrr en í júlí og hellirigndi í allt haust. Veturinn skall á í desember með snjó og hörkufrosti. Eftir rigningar haustsins er nægt fóður fyrir ísfossana og nú er meiri ís en við höfum nokkurn tíma séð og ísfossar myndast á nýjum stöðum. Nú biðjum við [...]

Morgunfegurð

Mikil og sérstök fegurð blasti við á suðurhimni í morgun. Ótrúlegt var að fylgjast með litadýrðinni! Fleiri myndir af þessari dýrð má sjá á Flickr-síðunni

Heyskapur

Heyskapur hófst 1. júlí. Uppskera hefur verið nokkru minni en fyrri ár en þar vegur helst að sáðgresi hefur látið undan fyrir fyrir harðgerðari plöntum eins og snarrót. Sólveig Björg hirðljósmyndari hefur staðið vaktina í heyskapnum og má sjá afraksturinn á myndasíðu.

Sauðburður

Sauðburður er nú hafinn á Björgum. Óvænt drottning kom í heiminn 25. apríl undan gemlingi og er uppruni þess nú í rannsókn. Segja má að sauðburður hafi þó hafist 7. maí þegar sæðingaár tóku að bera og eru hátt í 10 ær bornar þann 12. maí. Frjósemi er enn sem komið er í góðu meðallagi [...]

Hróður staðarins berst víða

Í vikunni birtist flott grein um ísklifursvæðið á Björgum á stórri vefsíðu um klifur. Greinin er eftir Mario Sertori, ítala sem dvaldi í góðu yfirlæti á staðnum fyrir 3 árum. Hann sést hér á leiðinni upp einn ísfossinn út við sjó. Greinina má lesa á UP-climbing.com bæði á ensku og ítölsku

Ísklifurfréttir

Fyrstu ísklifrarar ársins komu strax 3.jan og dvöldu í viku. Þau komu frá Seattle í USA. Þrátt fyrir stórhríðarveður með köflum fengu þau líka góða daga til klifurs eins og sjá má á myndinni.

Göngur

Farið var í 1. göngur 11. og 12. september. Vaskur hópur gangnamanna, alls 12 manns bæði vanir menn og nýgræðingar fóru út í Víkur eldsnemma á laugardagsmorgni. 2 menn fóru í Bakranga, 2 í Vesturdal og 1 í Austurdal