Í boði að Björgum

Gisting

Björg - gistingÁ Björgum var um árabil boðið upp á gistingu og veitingar, en þeirri starfssemi lauk fyrir nokkrum árum en enn er tekið á móti ísklifrurum í gistingu þegar aðstæður leyfa. Nánari upplýsingar í síma 867 1105   Að Björgum er boðið upp á gistingu og morgunverð í rúmgóðri fjögurra herbergja íbúð. Baðherbergi og gott alrými er sameiginlegt. Gestir geta  keypt kvöldverð ef pantað er fyrirfram en einnig fengið aðgang að eldhúsaðstöðu. Stórbrotin náttúra bæjarins er heillandi og gefur möguleika á gönguferðum, fuglaskoðun, selaskoðun og fjallgöngum. Einnig er stutt í einstakar náttúrperlur eins og Goðafoss, Mývatn og Ásbyrgi.  

Ísklifur

Ísklifur

Staðurinn nýtur vaxandi vinsælda meðal ísklifrara og orðinn nokkuð þekktur erlendis m.a. vegna þess hve sérstakt er að klífa ísfossa yfir sjó. Klifursvæðið er um 5 kílómetrar á lengd með 20-30 fjölbreyttum klifurstöðum. Ísfossarnir eru frá því að vera nokkrir metrar á hæð uppí 180 metrar. Svæðið þykir mjög heppilegt til ísklifurs enda nánast við bæjardyrnar á Björgum.  

Björg og bú

Björg og bú

Að Björgum er stunduð sauðfjárrækt og mjólkurframleiðsla auk þess sem nokkur hlunnindi eru nýtt, svo sem silungsveiði, æðarvarp og reki. Mikil náttúrufegurð einkennir staðinn, bæði í næsta umhverfi og allt út í Náttfaravíkur. Fjölskyldan á Björgum lifir í sátt við náttúruna, nýtir landsins gæði og stuðlar að betra umhverfi.