Útihús

Byggingar á Björgum eru meðal annarra útihús

Hlöður byggðar 1946, 1958 og 1999.

Fjós og geldneytahús byggð árin 1963-1965 og 1974. Endurbyggð á árunum 1998-2000

Votheysturnar byggðir 1971 og 1971

Votheysgeymsla, byggð árið 1948

þá eru ótaldar byggingar eins og Smiðjan, reykhúsið og rafstöðvarhúsið.

 


 

Fyrir 1960 voru kindur á Björgum í þremur húsum. Þar sem að Siggahús  stendur nú var torffjárhús  fyrir  um það bil 120 kindur í þremur görðum, þar var einnig hlaða og votheysaðstaða sem var líklega byggt fyrir 1920. Í heimakofa sem var töluvert fyrir norðan Smiðjuna var smá hlaða og garði sem hægt var að hafa um 50 kindur á fóðrum. Þá var dagsláttuhúsið þar sem fjárhúsin standa nú. Þar stóðu upphaflega tvær burstir, þar sem aðstaða var fyrir kindur og hesta. Á sumrin voru kýrnar svo í hesthúsinu.

Um 1950 var byggð ein burst sunnan við þar sem núna er fyrsti garðinn, þá um 1960 var hesthúsið rifið og tvær burstir byggðar þar sem þriðji og fjórði garði er nú.

 


 

Byggingarsaga fjósa á Björgum

Gamla torffjósið var á milli gamla íbúðarhússins og smiðjunnar. Kýr voru í torffjósinu langt fram á sjöunda áratuginn. Var þá gengið beint úr gamla húsi yfir í fjósið. Þá var hægt að ganga úr fjósinu vestur í smiðjuna. Á sumrin voru kýrnar mjólkaðar í gamla hesthúsinu.

Árið 1963 var byrjað á bygginu nýs 40 kúa fjóss við stóru hlöðuna. Þar voru þó aldrei settir upp nema 24 básar og hluti byggingarinnar notaður sem geymsla. 1974 var farið að vanta meira pláss fyrir kálfa og þá var brotin niður hella í skíthúsi og kálfafjós byggt ofan á.

Mestu framkvæmdir á liðnum árum teljast án efa vera bygging nýs fjóss. Gamla fjósið frá 1963 var orðið ansi lúið. Mikil hugmyndavinna lá að baki nýju fjósi og án efa búið að eyða dagsláttu af pappír í vinnuna. Hugmyndir að nýju fjósi höfðu þróast allt frá breytingu á gamla fjósinu til þess að byggja í raun nýtt fjós frá grunni.

Fyrstu framkvæmdir hófust árið 1998 en þá var geldneytaaðstaða tekin í gegn og byggt við hlöðuna. En Hlöðver bóndi hafði fundið gömul bogajárn í mýri einni suður íkálfur289sveit.  Hann lét sandblása járnin svo þau urðu eins og ný og byggði svo við þurrheyshlöðuna. Úr varð hið prýðilegasta vinnusvæði.

Hafist var handa við nýtt fjós að vori 2000. Þeir sem héldu að endurbyggja ætti fjósið hafa sjálfsagt rekið upp stór augu er þakið var rifið af, veggirnir sagaðir niður og gólfið brotið upp.

Kýrnar fluttu svo inn í lok október. Dæmalaus veðurblíða var þetta sumar og má því segja að byggingin hafi gengið eins og í sögu. Kýrnar voru úti þar til í október og var heyjað í hjáverkum. Kýrnar tóku fjósinu og breytingunum vel enda flestar fegnari að liggja á dýnu fremur en steypu. Þá höfðu þær verið í æfingabúðum um sumarið en settur hafði verið upp bráðabirgðamjaltabás í gömlu hlöðunni um sumarið, þannig að vel gekk að venja þær við nýja mjaltabásinn.