Jörðin í dag

Félagsbúið Björgum

Ýmislegt hefur breyst í tímans rás. Sem dæmi má nefna heimildir úr svokallaðri „Búkollu“ eða Byggðir og bú Suður – Þingeyinga frá árinu 1960. En þá voru ræktuð tún á 17,6 hekturum lands, taða 745 hestburðir og úthey (engjahey) um 355 hestburðir. Þá voru í búi 13 nautgripir, 284 kindur og 2 hross.

Um 1985 voru ræktuð tún rúmir 37 hektarar, 24 kýr, 20 nautgripir og 210 kindur.

Um áramótin 2006 voru 35 mjólkur kýr. 44 nautgripir og um 130 kindur. Tún á um 70 hekturum lands. Einnig hefur á síðustu árum verið ræktað korn á jörðum sunnar í sveitinni, í samstarfi við bændur á Gautlöndum.

Síðast var heyjað í þurrhey sumarið 2007 en það er nánast útdauð verkunaraðferð í dag. Nokkur ár eru síðan hætt var að heyja í votheysturnana sem var stór og mannfrek aðgerð. Nú er annar turninn notaður sem korngeymsla og útbúa á vinnuaðstöðu í nyrðri turninum. Allt er nú heyjað í rúllur með John Deere stæðu