Úrhelli og skriðuföll

Skriðan - 4 myndir settar saman

Skriðan – 4 myndir settar saman

Í kjölfar úrhellisrigningar í lok ágúst urðu mikil skriðuföll úr Ögöngufjallinu bæði stórar og smáar skriður.

Stærsta skriðan féll skammt norðan við Grjótbrúna á svæði þar sem oft hafa fallið skriður en þessi er langstærst. Talin vera um 4 metra há og 15-20 metra breið.

21392988026_ac5bd4ea4d_k

Skriðan þykk og mikil

21418937875_09e336e368_k

og breiðir úr sér

 

 

 

 

Drulluleðja kemur í ljós þegar grjótinu er ýtt ofan af

Drulluleðja kemur í ljós þegar grjótinu er ýtt ofan af

 

 

Við fyrstu sýn virðist þetta vera grjótskriða en þegar farið var að ryðja vegarslóða yfir hana kom í ljós að þetta er mest blaut leðja með grjótskel. Þegar gengið er eftir slóðinni dúar maður í hverju spori sem sýnir vel hversu blaut hún er.

 

 

Fleiri skriður

Fleiri skriður

Margar minni skriður féllu á þessu svæði bæði malar- og aurskriður.

Einnig féllu nokkrar skriður í Litlufjörutorfunni og sumar þeirra fram af berginu.

Fleiri myndir af hamförunum á svæðinu má sjá á FLICKR

Horft upp í Litlufjörutorfu

Horft upp í Litlufjörutorfu