Flugferð yfir Björg og nágrenni

Björg

Horft yfir Björg til norðurs

Það er ætíð athyglisvert og skemmtilegt að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni. Það sannaðist í útsýnis- og ljósmyndaflugi sem farið var á sólríku síðdegi nú í ágúst.
Flogið var í nokkra hringi yfir Björgum, farið yfir Kotaskarð, Víknafjöll og norður yfir Flateyjardal. Til baka yfir Náttfaravíkur og Skjálfandafljóti síðan fylgt suður að Goðafossi. Einnig tekinn hringur yfir Húsavík.

Flugmaður var Hlöðver Stefán á TF-RUT og ljósmyndari Sólveig Björg.
Myndir frá flugferðinni má sjá á Flickr-síðunni.