London 2006

Helgarferð til London

Í tilefni af stórafmæli frúarinnar ákvað fjölskyldan að bregða sér í helgarferð til London. Mikill spenningur var sérstaklega hjá börnunum því að þetta var fyrsta utanlandsferðin þeirra.London5

Við flugum til Stansted seinni part dags. Ferðalagið tók ansi langan tíma því að við þurftum að taka lest inn til London og síðan neðanjarðarlestina á hótelið. Við fundum á netinu ágætis hótel í Kensington hverfinu, mjög stutt frá merkisstöðum s.s. Hyde Park, Harrods, Royal Albert Hall o.m.fl. Einnig var mjög stutt á lestarstöð þannig að auðvelt var að koma sér um borgina, börnin voru eldsnögg á læra á lestarkerfið og leiða okkur á rétta brautarpalla. Þetta var þægilegt hótel með rúmgóðu fjölskylduherbergi fyrir okkur öll, þannig að vel fór um okkur þótt ekki hafi verið hægt að hrósa morgunverðinuLondon6m.

 

Það var sérstakt að koma til London í lok nóvember og sjá enn laufguð tré og græna garða en götusóparar höfðu þó nóg að gera við að sópa laufin sem voru að falla af trjánum. Veðrið var nokkuð gott þessa daga, að mestu þurrt og 10-15 stiga hiti.

 

 


 

 

 

Fyrsta daginn sem var föstudagur ákváðum við að nota til að versla. Fyrsti áfangastaður var Hamleys en Anna Björghafði heyrt frá bekkjarfélögum sínum hvað það væri æðisleg leikfangabúð, upp á 6-7 hæðir. Þar eyddum við dágóðum tíma í að skoða okkur um og kaupa smávegis af gjöfum. Óneitanlega mjög flott og frábært úrval af alls kyns dóti. Við skoðuðum einnig fataverslanir á Oxford street og Regent street og fundum ýmislegt að smekk Önnu Bjargar en Jón Hlöðver var ekkert hrifinn af því sem hann sá. Dágóðum tíma var einnig eytt í bókabúðum sem nóg er af þótt ég hafi ekki fundið fagbækurnar sem mig langaði í, en einhverjar bækur aðrar komum við með heim í farteskinu.

 


 

Laugardagurinn var notaður til að skoða borgina og kíkja á söfn. Við byrjuðum á Vísindasafninusem var skammt frá hótelinu. Þetta er gríðarlega flott og mikið safn um allt milli himins og jarðar s.s. veðrið, gamlar og nýjar gufuaflvélar, sögu læknavísindanna á vesturlöndum o.m.fl. sem of langt er upp að telja og allt of London1mikið til að skoða á einum degi.

Þar gátu börnin (og fullorðnir líka) reynt sig við ýmsar þrautir og vísindaaðferðir.

 

 

 

Síðan gengum við um Kensingtonhverfið m.a. til að kíkja inn í Harrods. Ég fékk nú ekki líta þar nema aðeins inn fyrir dyrnar þá heimtuðu börnin að við færum út enda troðfullt af fólki í jólainnkaupum. Það var mjög gaman að ganga um hverfið, mikið af fallegum húsum enda með fínni hverfum borgarinnar.London2

 

Við héldum næst niður að Thamesá, vorum að velta fyrir okkur að fara í stóra hjólið “Eye of London” en fannst biðin allt of löng eftir að komast að.

 

 

Ákváðum í staðinn að fara í Sædýrasafnið. Það er eitt stærsta sædýrasafn í Evrópu, með yfir 350 tegundir allt frá hákörlum niður í krabba og alls kyns skrautfiska. Þar er einnig mikil fræðsla m.a. um vinnu við að hreinsa Thamesá en hún var fyrir einhverjum áratugum mjög menguð og líflaus en það hefur tekist að snúa því til betri vegar.

 


 

Á sunnudeginum stóð valið milli að fara á söngleik eða skoða borgina betur. Niðurstaðan var að við keyptum miða með tveggja hæða strætó sem fór hringferð um borgina með leiðsögn. Það var hægt að fara úr vagninum hvar sem er á leiðinni og taka næsta vagn þegar hentaði. Við hoppuðum af á Regent street því að það var “alveg nauðsynlegt” að komast aftur í Hamleys til að skoða aðeins meira og kaupa jólagjafirnar handa frændsystkinum, m.a. að búa til bangsa handa litla frænda.

London3

 

Ferðin með leiðsögn um borgina var mjög skemmtileg og fræðandi og gaf mér a.m.k. allt aðra mynd af borginni en ég hafði eftir að hafa komið þangað fyrir um 25 árum.

 

 

 

Við fórum síðasta kvöldið aftur á Ask ítalska veitingastaðinnLondon4 í nágrenninu sem við borðuðum á fyrsta kvöldið. Mjög góðar pizzur og pasta við hæfi allra.

 

 

 

 

 

 


 

 

Á mánudagsmorgninum vöknuðum við snemma til að koma okkur út á flugvöll. Tókum fyrst neðanjarðarlest og síðan hraðlest út á flugvöll. Það var ekki góð líðan hjá okkur þegar lestin var stopp á næstsíðustu brautarstöðinni án nokkura skýringa. Stressaða móðirin var farin að sjá fyrir sér að ná ekki lestinni á flugvöllinn fyrr en allt of seint og jafnvel missa af vélinni heim, en sem betur fer skreið lestin af stað eftir 15-20 mínútna bið. Allt gekk af óskum eftir það og allir komu ánægðir heim.

Fleiri myndir úr ferðinni má sjá hér