Æðarvarp

Æðavarps er ekki getið á jörðinni í eldri heimildum en dúntekja er talin til hlunninda bæði 1932 og 1942. Töluvert varp er, bæði á flatlendinu milli Bjargarvatns og óslóns Skjálfandafljóts og einnig í hólma í Skjálfandafljóti, beint austur af bænum. æðarkolla

 

Þegar byggðin lagðist af í skaganum á milli Skjálfanda og Eyjarfjarðar tók tófu að fjölga mikið og upp úr því hrundi varpið. Um 1970 var varpið komið niður í 30 kollur. Síðan jókst varpið jafnt og þétt og þegar mest var um 1990 voru um 900 hreiður. Mesta varpið hefur alltaf verið íHólmunum í Skjálfandafljóti, en þegar varpið var mest voru á annað hundrað kollur á svæðinu fyrir norðan Bjargarvatn. Refastofninn var á þeim árum  í kolluhreiðuralgjöru lágmarki en hann hefur vaxið aftur á seinni árum og þá um leið eyðst að mestu varp fyrir norðan vatn. Nú er varpið um þrjú til fjögur hundruð kollur, mest í Hólmunum og á bökkum Skjálfandafljóts.