Feðgaferð til USA

Feðgaferð um USA og Bahamaeyjar

4. – 20. apríl 2006 fóru Hlöðver Stefán og Þorgeir Björn í 16 daga feðgaferð um Bandaríkin og Bahamaeyjar.

Í ferðinni var  ef ég man rétt tekið u.þ.b. 8 klst. af efni á vídeó og yfir 800 ljósmyndir. Hlöðver tók hér saman í “stutt” yfirlit (30 mín) úr öllu þessu efni.

Ferðasagan

4. apríl 2006 þriðjudagur
Eftir að hafa ekið suður og gist í Blikahjalla fórum við út á flugvöll og flugum til Baltemore sem er borg í hálftíma fjarlægð frá Washington DC.

fedgaferd1

Þegar við komum á hótelið var ekki annað að gera en að fara að sofa.

5. apríl 2006 miðvikudagur
Daginn eftir fórum við í skipulagða ferð um borgina. Ekið var eins og sést í myndbandinu m.a. að bandaríska þinghúsinu Capitol hill, Hvíta húsinu, minnisvörðunum um Abraham Lincoln, Thomas Jefferson, Franklin D. Roosevelt og George Washington o.fl. Klukkan sex áttum við svo að vera mættir í lestina sem flutti okkur til Fort Lauderdale. Við vorum í svefnklefa svo að við fórum að sofa eftir að við vorum búnir að fá kvöldmat.

6. apríl 2006 fimmtudagur
Í lestinni fengum við morgun- hádegis- og kvöldmat. Við kynntumst skemmtilegu fólki því þjónustufólkið gætti þess að við sætum alltaf hjá nýju og nýju fólki í matartímum. Nokkur seinkun varð á lestinni svo að við komum til Fort Lauderdale klukkan tíu en ekki sex eins og ætlað var.

fedgaferd2

7. apríl 2006 föstudagur
Við vöknuðum snemma til að mæta í ferjuna til Bahamas. Þar fengum við að borða og kynntumst enn meira af skemmtilegu fólki. Við uppgötvuðum það að þetta var mjög algengt snið á ferðum til Bahamas að fara í þrjá daga þó að okkur þætti það stutt.

fedgaferd3

Þegar við komum í land þá fórum við á hótelið og komum okkur fyrir. Fram að kvöldmat var bara afslöppun og sund í sjónum. Um kvöldið fórum við niður í miðbæinn og fengum okkur pizzu og fylgdumst með skemmtidagskrá.

8.apríl 2006 laugardagur
Þennan dag fórum við í skipulagða ferð sem var kölluð Robinson Cruso beachparty & snorkle. Við fórum í bát sem sigldi að kóralrifjunum. Þar fengum við snorkl-græjur sem eru sundgleraugu og öndurnarpípa og svo froskalappir, við vorum tæpan klukkutíma í sjónum að skoða lífríki rifjanna. Eftir það þá sigldum við á strönd sem var aðeins frá bænum og fengum mat. Síðan fóru þeir sem vildu í strandblak, eggjakast o.fl. eða bara syntu í sjónum.

9. apríl 2006 sunnudagur
Þennan dag fórum við á stað þar sem voru tamdir höfrungar. Fyrst var höfrungurinn látinn leika listir en svo máttu nokkrir í einu fara ofan í vatnið og klappa höfruninum og láta hann “kyssa” sig á kinnina. Reyndar komust bara fáir ofaní því að það þurfti að hætta vegna þrumuveðurs sem skall óvænt á. Okkur var boðið að fara frítt daginn eftir en þá áttum við að sigla aftur til Flórída svo við gátum ekki farið þá. Um kvöldið fórum við síðan á veitingahús Völundar Snæs, sem er með fínustu stöðunum á eynni og fengum humra, ostrur o.fl.

10. apríl 2006 mánudagur
Þessi dagur var bara afsöppun og sjósund fram að ferjuferð. Ferjan kom til Fort Lauderdale nokkuð seint og við áttum eftir að ná í bílaleigu bílinn svo að við komum ekki til Orlando fyrr en eftir miðnætti.

fedgaferd4

11. apríl 2006 þriðjudagur
Þessi dagur fór í það að sækja aðgangsmiðana sem voru innifalnir í ferðinni og kaupa ýmislegt sem mamma hafði beðið okkur að kaupa. Við fengum fengum miða í Universal studios á fimmtudag, Disney world á föstudag og ætluðum að fara til Kennedy space center á laugardag. Við fengum þá morgundaginn frían.

12. apríl 2006 miðvikudagur
Fyrsti dagurinn sem við vorum ekki með stranga dagskrá en fórum þó í að kaupa það sem við höfðum gleymt daginn fyrir.

13. apríl 2006 Skírdagur
Við fórum í skemmtigarðinn Universal stuios þennann dag (skemmtigarður kvikmyndaframleiðandans Universal films). Við fórum í þann hluta skemmtigarðsins sem gekk mikið út á að sína brellur í kvikmyndum auk þess sem þar voru nokkur þrívíddar bíó o.fl. Við fórum í Shrek í þrívídd (að vísu var þetta ekki Shrek myndin sjálf heldur myndband sem hafði verið búið til í þrívídd fyrir skemmtigarðinn), Jaws tæki þar sem við sigldum á bát og hákarlinn úr myndinni Jaws kom upp úr vatninu og starfsmaðurinn var með byssu og skaut hann með miklum gusugangi, Back to the future tæki, Jimmy Neutron í þrívídd o.fl.

14. apríl 2006 Föstudagurinn langi
Við fórum í einn af þemagörðum Disney world sem hét Epcot. Tákn þess er risastóra kúlan sem kallast “Space ship earth” og inni í henni er svona lest um sögu jarðarinnar. Þessi staður á að heita Disney world en þar eru næstum ekkert tengt Disney, þá meina ég í Epcot. Það var eitt hús helgað Nemó og á einum stað voru Tímon og Pumba að fræða okkur um “The great circle of life” eða hringrás lífsins og hvernig mennirnir hafa raskað henni, annað var ekki beint tengt Disney. Auk þess voru tæki eins og eitt þar sem maður fór inn í svona lítinn klefa sem síðan snerist á ógnar hraða til að líkja eftir þingdarafli þegar við vorum að leggja á stað í ferð til Mars, á leiðinni sváfum við í djúpsvefni (ekki raunverulegum) en lentum í loftsteinahríð rétt áður en við komum á áfangastað. Við fórum líka í svona flughermi þar sem við flugum yfir Golden Gate og aðra fræga staði í Californiu (ég fattaði bara seint að þetta var bara um Californiu, ég hélt að þetta væri um allan heiminn) og svo eins og sést í myndbandinu fórum við í lest um gróðurhús og fiskeldi þar sem var verið að rækta allskonar plöntur og gera tilraunir með að rækta plöntur öðruvísi en venjulega. Í garðinum voru einnig veitingastaðir frá ýmsum löndum auk þess sem t.d. í Ameríku voru Indíánar, í Japan var leikfangaframleiðsla o.fl. Við fengum okkur hádegismat í Kína.

15. apríl 2006 laugardagur
Við ókum til Cape Canaveral þar sem Kennedy geimstöðin er nokkuð snemma til að eyða deginum þar. Við fórum í skoðurnarferð um stöðina svæðið er svo stórt að farið var í rútu á milli staða. Auk þess sem við fórum í bíó og á mynjasafn. Svo var garður með nokkrum eldflaugum.

16. apríl 2006 páskadagur
Við áttum að mæta snemma á flugvöllinn til að fljúga til Las Vegas með millilendingu í Dallas í Texas. Við höfðum engann tíma til að skoða okkur um í Dallas því að þetta var bara stutt stopp. Þegar við komum til Las Vegas tókum við okkur bara tíma til að koma okkur fyrir, skoða möguleika á ferðum til Grand Canyon og til að skoða þessa öfgakenndu, óraunverulegu, fjarstæðu, skrítnu borg (hægt að nefna mun fleiri lýsingarorð).

fedgaferd5

17. apríl 2006 mánudagur
Við vöknuðum nokkuð fyrir sex um morguninn því að við ætluðum að fara til Grand Canyon þennan dag. Við fórum í morgunmat korter í sex og sáum að það var samt fólk í spilakössunum, það var ekkert endilega búið að vaka alla nóttina það hugsaði greinilega bara ekki mikið um tíman þegar það var að spila. Þegar við komum á flugvöllinn þá var sagt að það væri mjög hvasst á staðnum og við gætum kannski ekki farið í þyrluna. Við gátum því frestað ferðinni til morgundagsins og fórum í staðinn bara upp í Stratosphere turninn sem er hæsta bygging Bandaríkjanna vestan Missisippi fljótsins (bæði Sears Tower og Empire State eru austan við það).  Þar var flott útsýni yfir borgina og þar var hægt að fá svona audio guide, heyrntól og ef maður sló inn númer þá las það fróðleik um það sem maður sá út um þann glugga sem númerið var við. Uppi á turninum var búið að setja þrjú tívolítæki m.a. fallturn sem var hæsti hluti turnsins. Það var bara eitt þeirra í gangi vegna vindsins.

18. apríl 2006 þriðjudagur
Eins og daginn áður vöknuðum við snemma til að fljúga til Grand Canyon. Það var tekinn smá krókur á fluginu til að fljúga yfir Hoover Dam. Við lentum á flugvelli á bakka gljúfursins og fórum þaðan í þyrlu niður að Colorado fjótinu þar sem við fórum í stutta bátsferð. Veðrið var ótrúlega gott anstætt við fyrri daginn var varla vindur og alveg heiðskírt. Eftir bátsferðina fórum við með þyrlunni aftur upp og þar tók við rúta sem ók okkur að klettamyndinni “The Eagle” eða erninum. Þar var stoppað stutta stund og svo farið á stað á bakka gljúfursins þar sem við borðuðum, sitjandi við borð alveg á bakka gljúfursins. Síðan var okkur ekið aftur á flugvöllinn og flogið með okkur heim.

fedgaferd6

Eftir að við komum aftur til Las Vegas fengum fengum við okkur bílaleigubíl og ætluðum okkur að aka eitthvað út í eyðimörkina. Við ákváðum að stefna til bæjarins Kingman og þaðan aftur til Las Vegas í gegnum Californiu. Á leiðinni til Kingman þá ókum við yfir stífluna og vatnsaflsvirkjunina Hoover Dam. Við skoðuðum hana ekki mikið í þetta skiptið, við ætluðum að skoða hana á bakaleiðinni. Við fundum okkur mótel í Kingman og gistum þar yfir nóttina.

19. apríl 2006 miðvikudagur
Við vöknuðum í Kingman og ákváðum til að geta sagt að við hefðum farið formlega til Californiu að borða í smábænum Needles sem við sáum bara á korti, það hlaut að vera matsölustaður þar víst hann var þarna við þjóðveginn. Við ókum þangað og fundum McDonalds stað og borðuðum þar. Okkur fannst þetta vera huggulegasti McDonald staðurinn í ferðinni. Síðan ókum við eftir aðeins afskekktari vegi aftur norður og fórum að Hoover Dam.

fedgaferd7

Þegar við komum að þessu ótrúlega mannvirki Hoover dam fórum við í Visitor center þar sem við horfðum á myndband um byggingu stíflunar. Þar kom fram að þegar hún var byggð var þetta umfangsmesta mannvirki í heimi, hún var fyrsta mannvirkið sem náði efnismagni pýramíddana í Egyptalandi. Stíflan var upphaflega byggð til vatnsmiðlunar en ekki til raforkuframleiðslu, talið er að ef hún hefði ekki verið byggði hefðu Las Vegas og stórborgin Pheonix í Arizona aldrei orðið að borgum. Eftir bíóið fórum svo í lyftum niður að rafölunum þar sem við vorum fræddir ennþá meira en þá af leiðsögumanni. Eftir það fórum við upp í lítið minjasafn og út á útsýnis svalir. Við þurftum að skila bílnum aftur á bílaleigustöðina svolítið snemma og fórum því bara á flugvöllinn og biðum þar í góðri þjónustu á veitingastað eftir fluginu.

fedgaferd8

20. apríl 2007 fimmtudagur
Icelandair flýgur ekki til Las Vegas og við þurftum því að millilenda í New York. Við skipulögðum flugin þannig að við flugum frá Las Vegas að kvöldi og lentum sex um morguninn á JFK flugvellinum í New York. Icelandair flýgur svo frá New York sex um kvöld svo við höfðum heilan dag í New York.
Við þurftum að finna geymslu fyrir farangurinn og JFK er stór flugvöllur með 9 terminöllum en það er eins og sér flugstöð á særð við leifstöð og af öllum þeim var bara á einum stað búið að opna töskugeymslu og við þurftum því að geyma töskurnar á allt öðrum terminal heldur en Icelandair flýgur frá. Allir voru búnir að segja okku að við yrðum að taka leigubíl inn á Manhattan en við komumst að því að það er ekkert mál að komast það með neðanjarðarlest svo að þannig spöruðum við talsverðan tíma því það tók bara hálftíma en fólk talaði um að reikna með tveimur tímum í leigubíl.
Til Empire state var örstuttur gangur frá lestarstöðinni og þegar við komum var röðin komin út á gangstétt. Auðvitað mæta allir snemma í von um að sleppa við biðraðir en það segir sig þá sjálft að þá verður biðröðin lengst því að eftir hádegið þegar við vorum að fara niður var ekki eins löng biðröð. Við þurftum að bíða í þrjár klukkustundir í röðum eftir að komast upp. Við byrjuðum að fara upp í allra efstu hæð sem er ekki svalir. Næst fórum við niður á svalirnar og vorum þar í uþb. tvo klukkutíma. Þegar við komum niður löbbuðum við eftir Broadway upp á Time Square þar sem er McDonalds (ég fæ mér aldrei McDonalds nema í USA, við höfðum bara ekki tíma til að leita að örðum veitingastöðum). Við gengu síðan aftur á lestarstöðina yfir Rockefeller torg þar sem fræga jólatréð í New York stendur um jólin. Eftir það flugum við aftur heim.

HSÞ