Gangnadagur

Blíðviðri í göngum

Blíðviðri í göngum
Mynd: Þóra Magnea

Víknagöngur á þessu hausti verða áreiðanlega lengi í minnum hafðar – þökk sé blíðviðri og velgengni.

Gott var í sjóinn þannig að hægt var að flytja gangnamenn á bát út í Rauðuvík sem sparaði þeim dýrmætan tíma og orku. Síðan var hægt að leiðbeina frá bátnum hvar kindur væru og reka upp úr víkum sem flýtti mjög fyrir.

Speglun í tjörn á Kotadal

Speglun í tjörn á Kotadal
Mynd: Hlöðver Stefán

 

Spáð hafði verið þoku en það gekk ekki eftir því að sól og hægviðri hélst allan daginn.

 

 

Gangnamenn komu víða að eða frá Húsavík, Akureyri, Reykjavík og Kópavogi, flestir vanir en sumir að ganga þetta svæði í fyrsta sinn. Gangnaforingi var Þóra Magnea bóndi á Björgum og hafði hún með sér fjárhundinn sinn Kviku sem hún hefur verið að þjálfa í sumar.

Kvika í þjálfun

Kvika í þjálfun

 

Talið er að allt féð hafi náðst heim í þessum göngum og þess vænst að ekki þurfi að fara í aðrar göngur á þessu hausti.
Hlöðver bóndi segir þetta besta gangnadag sem hann man eftir og alsæll eftir að hafa smalað Tjarnardal og Naustavíkurbotna með sínum fjárhundi, Snata.

Féð kemur niður hjá Straumslæknum

Féð kemur niður hjá Straumslæknum

 

Fjárhópur og gangnamenn

Fjárhópur og gangnamenn

 

 

 

 

 

 

 

 

Kvöldverður að hætti Konnýjar húsfreyju beið síðan gangnamanna og annarra gesta þegar heim var komið.

 

 

 

 

Tags: , , , , ,