Fjölmennt ísklifurmót var haldið um helgina að Björgum; Ísklifurfestival Íslenska Alpaklúbbsins. Hátt í 40 manns sóttu mótið bæði innlendir og erlendir, nýgræðingar og þaulvanir. Afbragðs vetrarveður var þessa þrjá daga sem mótið stóð yfir, hægviðri og lítilsháttar frost, þó fremur þungskýjað nema á sunnudeginum. Nægur ís var og gátu allir fundið klifursvæði við hæfi. Nokkrar [...]
Archive by Author
Fegurð á jólum
Fullt tungl lýsir upp fannhvíta jörð. Stjörnubjart – og norðurljósin sýna sig öðru hvoru. Svipmikið Ógöngufjallið fallega upplýst í tunglskininu. Er hægt að biðja um meira?

Úrhelli og skriðuföll
Í kjölfar úrhellisrigningar í lok ágúst urðu mikil skriðuföll úr Ögöngufjallinu bæði stórar og smáar skriður. Stærsta skriðan féll skammt norðan við Grjótbrúna á svæði þar sem oft hafa fallið skriður en þessi er langstærst. Talin vera um 4 metra há og 15-20 metra breið. Við fyrstu sýn virðist [...]
Gangnadagur
Víknagöngur á þessu hausti verða áreiðanlega lengi í minnum hafðar – þökk sé blíðviðri og velgengni. Gott var í sjóinn þannig að hægt var að flytja gangnamenn á bát út í Rauðuvík sem sparaði þeim dýrmætan tíma og orku. Síðan var hægt að leiðbeina frá bátnum hvar kindur væru og reka upp úr víkum sem [...]
Gönguferð í skógræktinni
Gönguferð í skógræktargirðingunni á Björgum er alltaf ánægjuleg sama hvernig viðrar eða hvaða árstími er. Hávaxin tré af ýmsum gerðum gefa gott skjól fyrir norðanáttinni og því virðist oft vera logn í trjálundunum þótt vindur blási fyrir utan. Elstu trén voru gróðursett fyrir 50-60 árum og eru því mörg orðin býsna hávaxin. [...]
Berjasumarið 2013
Sumarið og haustið 2013 verður hér í minnum haft vegna óvenju mikillar berjasprettu, sérstaklega á aðalbláberjum. Mikið hefur verið tínt og borðað jafnóðum en einnig sultað, saftað og fryst til að gæða sér á í vetur. En nú eru sennilega að verða síðustu forvöð að ná sér í góð ber því að útlit er fyrir [...]
Lúpínan hopar
Greinilega má sjá að lúpínan er farin að hopa á vissum svæðum í bæjarfjallinu. Í stað kröftugrar lúpínu, sem sums staðar nær í mittishæð, vex nú gras og annar gróður. Þetta gefur von um að í stað gróðurlítilla mela, sem voru á þessu svæði áður en lúpínu var sáð, verði innan tíðar gróðurþekja með [...]
Í Bjargakrók
Stöðugar breytingar eru á aðstæðum í Bjargakrók. Skjálfandafljótsós heldur áfram að færast nær fjallinu og sandeyrar myndast hér og þar m.a. er löng sandeyri til norðurs frá enda Rófutagls og önnur mun minni til suðurs. Mikil sandeyri er nú frá klettunum út undir flös þannig að hægt er að ganga frá gatinu töluverðan spöl til [...]

Dalalæða og sólarlag
Sérstök náttúrustemning tók á móti ættarmótsgestum þegar þeir mættu á staðinn á föstudagskvöldið. Dalalæða lagðist yfir og huldi tún og mýrar allt um kring og síðan bættust við sólseturslitir eins og þeir gerast bestir. Fleiri myndir frá þessu kvöldi má sjá hér
Ættarmót
Velheppnað og skemmtilegt ættarmót var haldið að Björgum helgina 26.-28. júlí. Þar hittust afkomendur Bjargar Sigurðardóttur og bræðranna Hlöðvers og Sigurbjörns Jónssona. Gestir voru um 75 þegar flest var og nutu þeir samverunnar, góða veðursins, veitinga, fróðleiks og skemmtunar eins og sjá má á myndum.