Gisting


Björg - gisting

Að Björgum er boðið upp á gistingu og morgunverð í rúmgóðri fjögurra herbergja íbúð. Baðherbergi og gott alrými er sameiginlegt. Gestir geta  keypt kvöldverð ef pantað er fyrirfram en einnig fengið aðgang að eldhúsaðstöðu.
Stórbrotin náttúra bæjarins er heillandi og gefur möguleika á gönguferðum, fuglaskoðun, selaskoðun og fjallgöngum. Einnig er stutt í einstakar náttúrperlur eins og Goðafoss, Mývatn og Ásbyrgi.