Archive | Björg & bú

RSS feed for this section

Heyskapur

Heyskapur hófst 1. júlí. Uppskera hefur verið nokkru minni en fyrri ár en þar vegur helst að sáðgresi hefur látið undan fyrir fyrir harðgerðari plöntum eins og snarrót. Sólveig Björg hirðljósmyndari hefur staðið vaktina í heyskapnum og má sjá afraksturinn á myndasíðu.

Sauðburður

Sauðburður er nú hafinn á Björgum. Óvænt drottning kom í heiminn 25. apríl undan gemlingi og er uppruni þess nú í rannsókn. Segja má að sauðburður hafi þó hafist 7. maí þegar sæðingaár tóku að bera og eru hátt í 10 ær bornar þann 12. maí. Frjósemi er enn sem komið er í góðu meðallagi [...]

Göngur

Farið var í 1. göngur 11. og 12. september. Vaskur hópur gangnamanna, alls 12 manns bæði vanir menn og nýgræðingar fóru út í Víkur eldsnemma á laugardagsmorgni. 2 menn fóru í Bakranga, 2 í Vesturdal og 1 í Austurdal