Archive by Author

Jólatré

Í mörg ár hefur sú hefð verið á Björgum að allir færir fjölskyldumeðlimir fari í skógræktargirðingu Bjarga og sækja jólatré. Fyrst var girt í bæjarfjallinu í tengslum við átaksverkefni ungmennafélagsins í kringum 1950. Mörg trjánna eru orðin mjög stór og þörf er á að grisja svo að vel sé.  

Kornið

Korni hefur verið sáð í samstarfi við Gautlönd undanfarin ár. Almennt hefur ræktunin gengið vel en þó misvel eftir árum.  Í ár bar svo við að ekki var fært um kornakra fyrr en í seinni hluta maí mánaðar eftir harðan vetur. Þó var sáð í akrana 25. maí, en aldrei hafði verið sáð svo seint [...]

Dalasmölun

Farið var til fjalla síðustu daga ágústmánaðar til að hyggja að kindum í Kotadal, Austur- og Vesturdal. Í ljósi slæmrar veðurspár héldu 8 menn af stað miðvikudaginn 28. ágúst og smöluðu hæstu svæðin og komið var með dágóðan fjölda af kindum af fjalli. Gott veður var þennan dag og var hægt að njóta fallegs útsýnis [...]

Ný og endurbætt heimasíða

Nú hefur verið opnuð ný og endurbætt heimasíða í stað þeirrar eldri sem var komin nokkuð til ára sinna. Aggi hjá Blokkinni á heiðurinn af útlitinu og yfirfærslu efnis. Nú hafa Jóna Björg og Sólveig Björg sett inn nokkuð af nýju efni. Þar má helst nefna uppfærða umfjöllun um búskap, nýjar myndir á myndasíðunni og [...]