Archive | Ísklifur

RSS feed for this section

Ísfestival 2016

Fjölmennt ísklifurmót var haldið um helgina að Björgum; Ísklifurfestival Íslenska Alpaklúbbsins. Hátt í 40 manns sóttu mótið bæði innlendir og erlendir, nýgræðingar og þaulvanir. Afbragðs vetrarveður var þessa þrjá daga sem mótið stóð yfir, hægviðri og lítilsháttar frost, þó fremur þungskýjað nema á sunnudeginum. Nægur ís var og gátu allir fundið klifursvæði við hæfi. Nokkrar [...]

Ísinn í Kaldakinn

Ársins 2011 verður ekki minnst fyrir veðurgæði. Sumarið byrjaði ekki fyrr en í júlí og hellirigndi í allt haust. Veturinn skall á í desember með snjó og hörkufrosti. Eftir rigningar haustsins er nægt fóður fyrir ísfossana og nú er meiri ís en við höfum nokkurn tíma séð og ísfossar myndast á nýjum stöðum. Nú biðjum við [...]

Hróður staðarins berst víða

Í vikunni birtist flott grein um ísklifursvæðið á Björgum á stórri vefsíðu um klifur. Greinin er eftir Mario Sertori, ítala sem dvaldi í góðu yfirlæti á staðnum fyrir 3 árum. Hann sést hér á leiðinni upp einn ísfossinn út við sjó. Greinina má lesa á UP-climbing.com bæði á ensku og ítölsku

Ísklifurfréttir

Fyrstu ísklifrarar ársins komu strax 3.jan og dvöldu í viku. Þau komu frá Seattle í USA. Þrátt fyrir stórhríðarveður með köflum fengu þau líka góða daga til klifurs eins og sjá má á myndinni.